fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fókus

Er eitt glæsilegasta par heims á teikniborðinu?

Fókus
Mánudaginn 26. september 2022 18:58

Brad Pitt og Emily Ratajkowski

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þær sögur eru háværar að stórleikarinn Brad Pitt og ofurfyrirsætan Emily Ratajkowski séu að stinga saman nefjum. Talsverður aldursmunur er á parinu en Pitt er 58 ára gamall á meðan Ratajkowski er 31 árs gömul. Í byrjun september var greint frá því að fjögurra ára hjónabandi hennar og Sebastian Bear-McClard væri lokið en hermt er að hann hafi haldið framhjá fyrirsætunni.

PageSix greindi frá þessum stórtíðindi í heimsslúðrinu. Pitt og Ratajkowski, sem yrðu í einni andrá eitt glæsilegasta par heims, eru þó sögð fara sér hægt í sakirnar. Þau séu að hittast en séu langt frá því að vera komin í formlegt samband.

Pitt hefur varla verið við kvennmann kenndur síðan að hjónabandi hans og Angelinu Jolie lauk. Enn stendur yfir forræðisdeila milli stórstjarnanna sem eiga sex börn saman. Tvö þeirra, Maddox (21) og Pax (18) eru komin í fullorðins manna tölu og því stendur deilan um hin börnin fjögur – Zahara (17), Shiloh (16) og tvíburanna Vivienne og Knox (14).

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram