Miðjumaðurinn öflugi Allan hefur yfirgefið lið Everton og skrifað undir samning við Al Wahda í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Þetta hafa bæði félög staðfest en Allan er keyptur til Al Wahda þar sem hann var enn samningsbundinn Everton.
Þessi 31 árs gamli leikmaður var orðnn varamaður undir stjórn Frank Lampard en lék áður stórt hlutverk undir Carlo Ancelotti sem og Rafael Benitez.
Allan spilaði ekki eina mínútu fyrir Everton á tímabilinu og leitaðist sjálfur eftir því að komast annað.
Hann skrifar undir tveggja ára samning við Al Wahda með möguleika á ári til viðbótar.