Sá síðarnefndi hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann var sakaður um að halda framhjá eiginkonu sinni og barnsmóður, fyrirsætunni Behati Prinsloo.
Sjá einnig: Skandallinn vindur upp á sig – Fleiri fyrirsætur stíga fram og birta svakaleg skjáskot
Adam Devine er annt um að vera ekki ruglað við nafna sinn enda er þetta ekki skandall sem þú vilt finna þig í sem giftur maður. Hann slær á létta strengi á Instagram.
„Ég vil bara deila þessu og segja að ég og eiginkona mín, Chloe Bridges, erum hamingjusöm og allt gengur vel. Ég er ekki Adam Levine. Hann er annar gaur og verri söngvari. Við ætlum hins vegar að skíra barnið okkar Sumner,“ segir hann við mynd af sér og eiginkonu sinni.
View this post on Instagram
Sjá einnig: Svona er Behati Prinsloo að bregðast við „óviðeigandi hegðun“ Adam Levine
Þetta byrjaði á því að Instagram-fyrirsætan Sumner Stroh sagðist hafa átt í áralöngu ástarsambandi við hann. Hún sýndi skjáskot af meintu samtali þeirra þar sem söngvarinn sagðist vilja skíra ófæddan son sinn Sumner.
Í kjölfarið stigu fleiri konur fram og sögðust hafa átt í daðurslegum eða kynferðislegum samskiptum við hann á samfélagsmiðlum, meðal annars fyrirsæturnar Myraka og Alyson Rose.
Adam þvertók fyrir að hafa haldið framhjá eiginkonu sinni, fyrirsætunni Behati Prinsloo, en viðurkenndi að hann hafi „stundum átt óviðeigandi“ samskipti við aðrar konur á netinu.
Fyrrverandi jógakennari hans, Alanna Zabel, sagði hann hafa sent sér kynferðisleg skilaboð þegar hann var í öðru sambandi fyrir rúmlega tólf árum.