fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Sláandi myndband sýnir tjónið á Möðrudalsöræfum – Túristarnir á bílaleigubílunum lentu illa í veðrinu

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 26. september 2022 15:09

Myndir/Friðrik Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær minntu veðurguðirnir Íslendinga á það hvernig það er að búa á Íslandi þegar það er ekki sumar. Landsmenn, sem voru orðnir góðu vanir eftir óvenju hlýtt veður í september, fengu skell í gær þegar leiðindaveðrið kom til baka úr sumarfríi. Tré leystust upp með rótum, trampólín fóru á flug en í Möðrudalsöræfum fengu ferðamenn á bílaleigubílum að kenna á því.

Vilhjálmur Vernharðsson, eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Fjalladýrð á Möðrudal á Fjöllum, tók á móti ferðamönnunum með opnum örmum en hann sagði í samtali við Vísi í morgun að þeir hafi verið í áfalli eftir óveðrið. Nú sé verið að bíða eftir nýjum bílum fyrir ferðamennina en einnig þarf að koma ónýtu bílunum í burtu. Þeir eru flestir illa farnir og eru margir þeirra með allar rúður brotnar.

Mynd/Friðrik Árnason

Friðrik Árnason, var á svæðinu í gær og náði myndum og myndbandi sem sýnir hversu illa bílarnir á svæðinu lentu í vindinum og grjótfoki. Á myndunum sem Friðrik tók má sjá nánar hversu illa leiknir bílarnir eru eftir óveðrið. Flestar rúðurnar eru mölbrotnar og liggja glerbrotin, ásamt snjó og drullu, í sætunum. Um er að ræða marga mismunandi bíla en flestir þeirra eru frekar nýlegir, eins og bílaleigubílar eru yfirleitt.

Mynd/Friðrik Árnason

Nokkrir þeirra urðu þó fyrir meira tjóni en aðrir. Stór hvítur gistibíll frá bílaleigunni GoCampers er til dæmis með allar rúður brotnar en auk þess er bílstjórahurðin dottin af bílnum. Þá fauk skottið upp á einum bílnum og nokkrir þeirra eru með beyglur eftir nóttina.

Mynd/Friðrik Árnason

Myndbandið sem Friðrik tók má sjá hér fyrir neðan:

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Hide picture