Njarðvík, sem verður nýliði í Lengjudeildinni á næsta tímabili, hefur krækt sér í leikmann. Magnús Magnússon er kominn frá Reyni Sandgerði.
Magnús er 23 ára gamall kantmaður sem skoraði fimm mörk í tuttugu leikjum með Reyni í 2.deild í sumar. Hann gerir þriggja ára samning í Njarðvík.
Magnús hefur verið á mála hjá Reyni síðan 2019.
Njarðvík gjörsigraði 2.deild í sumar.
Nýr leikmaður! 🤝
Magnús Magnússon hefur skrifað undir 3ja ára við Njarðvík.
Magnús sem er 23 ára gamall kemur til okkar frá Reynir Sandgerði þar hann var valinn leikmaður ársins í sumar eftir að hann skoraði 5 mörk í 20 leikjum.
Knattspyrnudeildin býður Magnús velkominn! 💚 pic.twitter.com/VEEZZ76x5W
— NjarðvíkFC (@fcnjardvik) September 26, 2022