Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari Jamaíka er byrjaður að undirbúa liðið fyrir sinn fyrsta leik gegn Argentínu annað kvöld.
Heimir tók við liðinu á dögunum en liðið er statt í New York þar sem leikurinn fer fram.
Með Heimi í för er Guðmundur Hreiðarsson sem hefur verið ráðinn markmannsþjálfari liðsins.
Heimir hafði verið án starfs í rúmt ár eftir að hafa hætt með Al-Arabi í Katar. Hann og Guðmundur þekkjast vel eftir samstarf hjá íslenska landsliðinu þar sem Guðmundur var markmannsþjálfari.
Myndir af æfingunni eru hér að neðan.