Gary Neville, sem gerði garðinn frægan með Manchester United á leikmannaferlinum, sýnir áhorfendum frá hótelinu sem enska landsliðið mun dvelja á á meðan Heimsmeistaramótinu í Katar stendur yfir síðar á árinu.
Neville er sparkspekingur á Sky Sports og kynnir hótelið fyrir áhorfendum.
Það má sjá að í byrjun myndbandsins er Neville ekki of hrifinn af því hvernig hótelið lítur út utan frá. Hann var hins vegar fljótur að skipta um skoðun þegar inn var komið.
HM hefst 20. nóvember. England er í riðli með Íran, Bandaríkjunum og Wales.
Hér að neðan má sjá þegar Neville kynnir hótelið fyrir áhorfendum.
🗣️ "It certainly wouldn't be where Gary Neville would be put in." 😅
Gary Neville gives a behind the scenes tour of England's base for the World Cup in Qatar – the Souq Al-Wakra hotel… pic.twitter.com/89yKP8SEgE
— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 26, 2022