fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

SÞ segja að rússneskir hermenn hafi pyntað og nauðgað börnum niður í 4 ára aldur

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 26. september 2022 08:00

Lík 5 barna fundust á meðal 447 líka í fjöldagröf í Izium. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar hafa þvertekið fyrir að rússneskir hermenn hafi framið stríðsglæpi í Úkraínu en allt önnur mynd er dregin upp í nýrri skýrslu óháðra sérfræðinga á vegum Sameinuðu þjóðanna. Þeir segja dæmi um að rússneskir hermenn hafi nauðgað og pyntað börn allt niður í 4 ára aldur.

TV2 skýrir frá þessu og segir að þetta sé niðurstaða hóps löglærða sérfræðinga sem SÞ fól að skoða eitt og annað tengt stríðinu í Úkraínu. Nefndin birti frumskýrslu sína um málið á föstudaginn og lagði hana fyrir Mannréttindaráð SÞ.

Í henni er langur list yfir ofbeldisverk rússneskra hermanna. Sérfræðingarnir heimsóttu 27 bæi í Kyiv, Tjernihiv, Kharkiv og Sumy og fundu sannanir um árásir, aftökur, sprengjuárásir á óbreytta borgara og pyntingar.

„Á grunni sönnunargagna, sem nefndin hefur aflað, hefur hún komist að þeirri niðurstöðu að stríðsglæpir hafi verið framdir í Úkraínu,“ sagði Erik Mose, formaður nefndarinnar.

Hvað varðar kynferðisofbeldi og kynferðisbundið ofbeldi var elsta fórnarlambið 82 ára og það yngsta 4 ára.

Mose sagði að staðfest væri að börnum hefði verið „nauðgað, pyntuð og lokuð inni á ólögmætan hátt“. Hann sagði dæmi um að ættingjar hefðu verið neyddir til að horfa á ofbeldið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði