fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Segja síðustu hótanir Pútíns mjög áhættusamar – Getur fært stríðið á nýtt stig

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 26. september 2022 07:10

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gott gengi úkraínska hersins á vígvöllunum hefur ekki farið fram hjá neinum og fyrir helgi neyddist Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, til að grípa til aðgerða vegna þess. Á fimmtudaginn tilkynnti hann um herkvaðningu allt að 300.000 karla sem senda á í fremstu víglínu í Úkraínu.

Pútín tilkynnti þetta í sjónvarpsávarpi til rússnesku þjóðarinnar. En tilkynning hans um herkvaðninguna var ekki það sem fyllti suma mestum áhyggjum, það voru hótanir hans um að Rússar muni nota „öll meðul“ á vígvellinum og duldist fáum að þar átti hann við kjarnorkuvopn.

Það er svo sem ekki nýtt að hann hafi í hótunum um að beita kjarnorkuvopnum en þetta er í fyrsta sinn, síðan staðan á vígvellinum breyttist eftir gagnsókn Úkraínumanna, að hann gerði það.

Bandarískir sérfræðingar og embættismenn, sem ABC News ræddi við, segja að hótanir hans geti fært stríðið á nýtt og enn hættulegra stig.  Max Bergmann, fyrrum embættismaður í utanríkisráðuneytinu, sagði að það sé augljóst að rússneski herinn standi frammi fyrir hruni í Úkraínu. Það að neyða menn í herinn sé mjög áhættusöm pólitísk ákvörðun. Slík ákvörðun sé ein af þeim verstu sem sé hægt að taka hvað varðar samfélagið.

Það varð ljóst strax eftir að Pútín tilkynnti um herkvaðninguna að hún mæltist ekki vel fyrir hjá mörgum. Þúsundir rússneskra karlmanna hafa farið úr landi síðan hann tilkynnti um herkvaðninguna og streyma enn úr landi. Þetta gera þeir til að komast hjá því að verða kallaðir í herinn.

Ef óánægja almennings verður nægilega mikil getur það orðið til þess að Pútín missi tök sín á valdataumunum.

Bergmann sagðist ekki hafa trú á að Pútín geri alvöru úr hótunum sínum um að beita kjarnorkuvopnum en sagði að samt sem áður verði að taka þessar hótanir alvarlega. Rússar eigi stærsta kjarnorkuvopnabúr heims og þegar forseti landsins hafi í hótunum um að nota þessi vopn verði fólk að taka þessar hótanir alvarlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“