fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

12 ára skaut föður sinn – Samsæri vinkvenna um að myrða fjölskyldur sínar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 26. september 2022 14:10

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tólf ára stúlka skaut föður sinn og síðan sjálfa sig í síðustu viku. Þetta segja embættismenn í Texas. Þeir segja að stúlkan hafi gert samkomulag við vinkonu sína um að þær myndu myrða fjölskyldur sínar og síðan hlaupast á brott.

New York Post skýrir frá þessu. Fram kemur að vinkonurnar hafi skipulagt ódæðið vikum saman. Þær ætluðu að myrða fjölskyldur sínar og gæludýr og síðan aka saman til Georgíu. En vinkonan lét ekki verða af áætluninni.

Lögreglunni var tilkynnt um skothvelli í Weatherford, sem er um 50 km vestan við Fort Worth, síðasta þriðjudagskvöld. Á vettvangi fundu lögreglumenn stúlkuna liggjandi á götunni og skammbyssu við hlið hennar. Hún hafði skotið sig í höfuðið.

Faðir hennar var inni í húsinu og var hann með skotsár á kviðnum.

Þau voru bæði flutt á sjúkrahús með þyrlu. Ekki hefur verið skýrt frá líðan þeirra.

Lögreglan segir að stúlkan hafi ætlað að aka heim til vinkonu sinnar í Lufka, í um 300 km fjarlægð, og sækja hana að skotárásinni lokinni. Þær hafi síðan ætlað saman til Georgíu.

Vinkonan hefur verið kærð fyrir samsæri um að fremja morð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Í gær

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lítið barn í lífshættu eftir dularfullt slys

Lítið barn í lífshættu eftir dularfullt slys