Tass skýrir frá þessu. Fram kemur að í lögunum sé kveðið á um að ef hermaður mætir ekki til herþjónustu, gerist liðhlaupi með vopn sitt eða gerist liðhlaupi með hópi annarra í tengslum við herkvaðningu þá skuli honum refsað með minnst þriggja ára fangelsi og að hámarki 10 ára fangelsi.
Kveðið er á um að þegar herkvaðning stendur yfir, herlög hafa verð sett eða stríð geisar þá eigi refsingin að vera þyngri en ella.