Rússar hafa ekki sent gas til Evrópu í gegnum Nord Stream 1 leiðsluna síðan í lok ágúst. Löngu fyrir þann tíma höfðu þeir dregið úr gasstreyminu og því hafa Þjóðverjar þurft að finna aðrar lausnir til að verða sér úti um gas.
Þýskar gasgeymslur eru nú 90% fullar en þrátt fyrir það óttast margir að skammta þurfi gas þegar líður að vori. Af þeim sökum er samningurinn við Sameinuðu arabísku furstadæminn kærkominn.