fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Vann með ungum Rooney og er hissa í dag: ,,Var erfitt að sjá þetta gerast“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 25. september 2022 20:41

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sven-Goran Eriksson, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, segir að það hafi komið á óvart að Wayne Rooney hafi gerst knattspyrnustjóri eftir að ferlinum lauk sem leikmaður.

Rooney var frábær leikmaður á sínum tíma en undanfarin ár hefur hann gert fína hluti sem stjóri hjá Derby County og nú DC United í Bandaríkjunum.

Rooney er afar blóðheitur og skapmikill og bjóst Eriksson ekki við því að hann myndi taka að sér þjálfarastarf eftir að skórnir fóru í hilluna.

,,Sem þjálfari þá kom þetta mér á óvart. Wayne Rooney. Ég sá hann ekki fyrir mér sem stjóra þegar hann var leikmaður en auðvitað var hann ungur á þessum tíma,“ sagði Eriksson.

,,Að hann hafi gerst þjálfari kom verulega á óvart en það er alltaf ánægjulegt að sjá fyrrum leikmenn taka að sér sú störf.“

,,Rooney er mjög skapmikill, bæði í dag og þegar hann var yngri. Það var kannski erfiðara að sjá þessa hluti þegar hann var táningur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur