Sven-Goran Eriksson, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, segir að það hafi komið á óvart að Wayne Rooney hafi gerst knattspyrnustjóri eftir að ferlinum lauk sem leikmaður.
Rooney var frábær leikmaður á sínum tíma en undanfarin ár hefur hann gert fína hluti sem stjóri hjá Derby County og nú DC United í Bandaríkjunum.
Rooney er afar blóðheitur og skapmikill og bjóst Eriksson ekki við því að hann myndi taka að sér þjálfarastarf eftir að skórnir fóru í hilluna.
,,Sem þjálfari þá kom þetta mér á óvart. Wayne Rooney. Ég sá hann ekki fyrir mér sem stjóra þegar hann var leikmaður en auðvitað var hann ungur á þessum tíma,“ sagði Eriksson.
,,Að hann hafi gerst þjálfari kom verulega á óvart en það er alltaf ánægjulegt að sjá fyrrum leikmenn taka að sér sú störf.“
,,Rooney er mjög skapmikill, bæði í dag og þegar hann var yngri. Það var kannski erfiðara að sjá þessa hluti þegar hann var táningur.“