fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Matur

Bragðbesta brauðtertan Vestfirsk alla leið

Sjöfn Þórðardóttir
Sunnudaginn 25. september 2022 13:33

Sigurvegari keppninnar var Guðrún Sigríður Matthíasdóttir en hún á heiðurinn af bragðbestu brauðtertunni í ár. Hér tekur hún við verðlaunum hjá Kjartani Erni Sigurðssyni forstjóra Ormsson. MYNDIR/AÐSENDAR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ormsson stóð fyrir Íslandsmóti í brauðtertugerð í tilefni 100 ára afmælis Ormsson í gær laugardag. Keppendur mættu með terturnar í Ormsson klukkan 10.00 í gærmorgun þar sem dómnefndin tók þær út. Dómnefndina skipuðu Margrét Sigfúsdóttir fyrrum skólastýra Hússtjórnarskólans í Reykjavík, Kristján Kristjánsson vörustjóri AEG og Þóra Stefánsdóttir brauðtertuunnandi frá HTH innréttingum. Keppt var í þremur flokkum; fallegasta, frumlegasta og bragðbesta brauðtertan og vegleg verðlaun voru veitt í hverjum flokki. Mikið var um dýrðir í brauðtertugerðinni og löngun hjá mörgum að fá að njóta þeirra allra.

Þessar þrjár unnun til verðlauna í gær eftirfarandi flokkum:

Bragðbesta brauðtertan að mati dómnefndar var brauðtertan hennar Guðrúnar Sigríðar Matthíasdóttur sem ávallt er kölluð Gunna Sigga. Vann hún 100.000,- inneign í Ormsson fyrir Bragðbestu brauðtertuna. Sértaða bragðbestu brauðtertunnar var valið á hráefninu en það var allt saman frá Vestfjörðum, meira segja sítrónurnar eru ræktaðar þar.

 

Fallegasta brauðtertan að mati dómnefndar var brauðtertan hans Þrastar Sigurðssonar. Þröstur vann 50.000,- inneign í Ormsson.

Frumlegasta brauðtertan að mati dómnefndar var brauðtertan hennar Söru Mist Sverrisdóttur og vann Sara Mist 25.000,- inneign í Ormsson. Þessi í formi brauðristar, SMEG, mjög frumleg útfærsla á brauðtertu.

Gunna Sigga ákvað að skrá sig í keppnina á föstudagsmorgun með sólarhrings fyrirvara. Hún keyrði frá Ísafirði á föstudaginn og kom í bæinn um klukkan 22.00 kvöldið fyrir keppnina. Kláraði Gunna Sigga þá að setja saman tertuna um miðnætti. Hún skilaði síðan tertunni í Ormsson um klukkan 10.00 á laugardagsmorgun og fór svo í sund til að róa sig eftir stressið. Þetta var allt fyrirhafnarinnar virði þar sem hún stóð síðan uppi sem sigurvegari keppninnar.

Vert er að geta þess að allt hráefnið í tertunni er frá Vestfjörðum. Allt grænmetið er ræktað í Önundarfirði, sítrónurnar eru einu sítrónurnar sem ræktaðar eru hér á landi og rækjurnar frá Kampa á Ísafirði.

Uppfært: Áður var sagt að keppnin hafi verið haldin í samstarfi við Brauðtertufélag Erlu og Erlu en það er ekki rétt. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum