Handtekinn og vistaður í fangageymslu – Maður braust inn í bíla í Kópavogi – Tveir stöðvaðir í umferðinni
Maður var handtekinn í Breiðholti í nótt eftir að hann hafði brotið sér leið inn í íbúð. Samkvæmt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var enginn í íbúðinni en fyrrverandi unnusta mannsins sem braust inn býr þar.
Í dagbók lögreglunnar segir að lögreglumenn hafi mætt á vettvang um klukkan tvö í nótt og handtekið manninn. Maðurinn var svo vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn málsins.
Að auki var maður handtekinn í Kópavogi grunaður um innbrot í bifreiðar og fleira. Maðurinn var í kjölfarið vistaður í fangageymslu lögreglu. Við vistun fundust ætluð fíkniefni og lyf innanklæða og verður maðurinn því einnig kærður fyrir vörslu fíkniefna og brot á lyfjalögum.
Þá voru tveir stöðvaðir í umferðinni í nótt eða gærkvöldi, grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna.