Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, er lítið að pæla í því hvað ensku blöðin eru að skrifa um hann í hverri viku.
Enskir miðlar fjalla reglulega um Maguire en hann hefur legið undir mikilli gagnrýni undanfarna mánuði fyrir slaka frammistöðu.
Einhverjir fara svo langt og kalla eftir því að Maguire verði ekki valinn í lokahóp Englands á HM í Katar.
Maguire er kominn á bekkinn á Old Trafford og þarf því að leggja hart að sér ef hann ætlar að tryggja sæti sitt á HM með öflugu liði Englands.
,,Ég er ekki að einbeita mér að því hvað aðrir segja, ég tel að ef fólk getur búið til sögur um mig, ég er fyrirliði Manchester United, þá er það fyrirsögn,“ sagði Maguire.
,,Það er ástæðan fyrir þessu, þeir vilja fá smellina og þess háttar. Ég fór á EM eftir átta vikna meiðsli og var valinn í lið mótsins.“