Thiago Silva, leikmaður Chelsea, er að plana það að spila í allavega tvö ár til viðbótar.
Silva fagnar 38 ára afmæli sínu á fimmtudaginn í næstu viku en hann er í dag mikilvægur hlekkur í vörn Chelsea.
Möguleiki er á að Silva endi feril sinn sem leikmaður Chelsea en hann viðurkennir að það sé möguleiki á að hann haldi annað.
,,Markmiðið mitt er að spila til fertugs en ég veit ekki hvort það verði á þessu stigi eða í þessari keppni,“ sagði Silva.
,,Það veltur á þessu tímabili og svo sjáum við hvað gerist á HM. Þetta veltur líka á hvort ég fái framlengingu á samningnum en planið er að spila til fretugs.“
,,Það er mikilvægt fyrir mig að ég geti spilað á þessu stigi en á þessum aldri er það ekki létt, sérstaklega í úrvalsdeildinni.“