Ísak Snær Þorvaldsson hefur þurft að draga sig úr íslenska U21 landsliðshópnum.
Þetta kemur fram í tilkynningu KSÍ í kvöld en Ísak er með sýkingu í tönn og þurfti því að draga sig úr hóp.
Ákveðið áfall fyrir Ísland sem spilar við Tékkland á útivelli þann 27. september í mikilvægum leik.
Ísland er í umspili um að komast á lokakeppni EM en Tékkar unnu fyrri leikinn 2-1 hér heima.
Hilmir Rafn Mikaelsson hefur verið kallaður í hópinn í stað Ísaks en hann leikur með Venezia á Ítalíu.