Arsene Wenger, fyrrum stjóri og goðsögn Arsenal, er á því máli að liðið geti unnið ensku deildina á tímabilinu.
Arsenal hefur byrjað deildarkeppnina vel og er með 18 stig af 21 mögulegum undir stjórn Mikel Arteta.
Wenger vann deildina með Arsenal á sögulegan hátt árið 2004 en liðið er það eina sem hefur farið í gegnum heilt tímabil taplaust.
Wenger starfar fyrir FIFA í dag en hann telur að Arsenal eigi jafn góða möguleika og önnur lið að enda uppi sem sigurvegari.
,,Ég myndi segja að þeir ættu góðan möguleika á að vinna deildina því ég sé ekki neitt annað lið valta yfir keppnina,“ sagði Wenger.
,,Tækifærið er til staðar á þessu tímabili. Þetta er nokkuð sérstakt tímabil vegna HM og þú veist ekki hversu mikið það mun hafa áhrif á leikmenn og liðin. Í heildina tel ég möguleikana vera góða.“