Lionel Messi hefur ekki beint staðist væntingar í Frakklandi síðan hann kom til félagsins frá Barcelona,
Messi er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður sögunnar og kom til PSG á frjálsri sölu vegna fjárhagsvandræða Barcelona.
Samkvæmt Marca þá græddi PSG 610 milljónir punda á fyrsta tímabili Messi sem er í raun ótrúleg upphæð.
PSG er sagt hafa samið við tíu nýja styrktaraðila eftir komu Messi og eru treyjusölurnar einnig teknar inn í gróðann.
Messi seldi yfir 60 prósent af treyjum PSG eftir komuna en ein treyja getur kostað allt að 140 pund.
Messi er eitt stærsta ef ekki stærsta nafnið í fótboltanum og situr þar við hlið Cristiano Ronaldo sem leikur með Manchester United.