fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Brynjar kennir Lækna-Tómasi um þrekleysið

Eyjan
Laugardaginn 24. september 2022 15:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, fór á dansiball í gær, að hans sögn það fyrsta í langan tíma. Um var að ræða ball sem hluti var af hinum svokallaða Lagadegi. Brynjar segir að þar komi „allir gáfuðustu lögfræðingar landsins“ saman og geri sér glaðan dag. Frá þessu segir Brynjar í færslu á Facebook-síðu sinni.

„Þarna voru stjörnulögmaðurinn og Gucci og Armani lögmaðurinn, sem var með sólgleraugu í myrkrinu, og allt upp í virðulega dómara á öllum dómstigum,“ segir Brynjar. Sveinn Andri Sveinsson hefur reglulega verið kallaður „stjörnulögmaðurinn“ í fjölmiðlum og er Brynjar því líklega að tala um hann. „Gucci og Armani lögmaðurinn“ er svo að öllum líkindum Villi Vill sem er reglulega klæddur fötum frá tískurisunum frá toppi til táar.

Brynjar segist hafa ætlað að draga Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra með sér á ballið en að það hafi ekki gengið. „Ég ætlaði að draga dómsmálaráherra með mér sem hélt nu ekki. Hann væri nú kaffærður af lögfræðingum allan daginn í ráðuneytinu og ætlaði því ekki að eyða kvöldinu með slíku fólki,“ segir hann.

Þá segir Brynjar að hann hafi verið kvíðinn fyrir ballinu. „Ég hafði ekki farið í sparifötin í langan tíma. Einhverra hluta vegna pössuðu fötin illa og eina bindið sem ég fann var komið með myglu,“ segir hann. „En þrátt fyrir þetta mótlæti reimdi ég á mig dansskóna og ætlaði að snúa Soffíu hægri vinstri á dansgólfinu og taka alla gömlu stælana.“

Brynjar gat þó ekki dansað lengi sökum þrekleysis sem hann kennir Tómasi Guðbjartssyni, eða Lækna-Tómasi eins og hann er gjarnan kallaður, léttúðlega um.

„Þegar tilkom var þrekleysið algjört og ég rétt hafði af einn vangadans með harmkvælum. Ég skrifa þetta á Lækna-Tómas sem skar úr mér hluta af lunganu í lok síðasta árs.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til
Eyjan
Fyrir 3 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“