fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fréttir

Sindri Snær var aðeins 12 ára gamall þegar sérsveitin yfirbugaði hann í fyrsta skipti – „Ég trúði því ekki þegar ég sá lögreglumennina“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 24. september 2022 10:13

Sérsveitarmenn á æfingu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. mynd/Gunnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greint var frá því í gær að Sindri Snær Birgisson hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í eina viku vegna gruns um að hafa verið að undirbúa hryðjuverkaárás. Auk Sindra situr annar maður í gæsluvarðhaldi í tvær vikur vegna málsins.

Fjórir voru handteknir vegna málsins á miðvikudaginn en tveimur var sleppt úr haldi lögreglu eftir yfirheyrslur. Þar á meðal lögmanni sem leigði iðnarbil í Mosfellsbæ þar sem skotvopn fundust.

Sindri Snær, sem fæddur er árið 1996,var fyrst handtekinn á heimili sínu í Rimahverfi í Grafarvogi fyrir rúmri viku síðan og úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Hann var leystur úr haldi á þriðjudaginn en rúmum sólarhring síðar var hann aftur handtekinn í Holtasmára í Kópavogi.

Lesa meira: Sindri Snær í gæsluvarðhaldi vegna meints ráðabruggs um hryðjuverk – Umdeildur lögmaður einn hinna handteknu

Á heimili hans var lagt hald á skotvopn þar á meðal breyttan rifil, þrívíddarprentara og íhluti í þrívíddaprentaðar byssur. Þá er ljóst að lögregla komst þar í gögn um meintar tengingar við hægri öfgahópa. Þar á meðal fannst stefnuyfirlýsing norska fjöldamorðingjans Anders Breivik í tölvu Sindra Snæs samkvæmt heimildum DV.

Samkvæmt nágranna Sindra sem DV ræddi við var handtakan sem átti sér stað í Laufrima afar harkaleg. „Ég sá þegar honum var skellt á jörðina og handjárnaður á fótum og höndum og byssu miðað að honum þegar leitað var í bílnum. Þetta var ansi mikil harka,“ segir nágranninn. Nágranninn bætir við að hann hafi verið sleginn óhug við að sjá þetta gerast „í beinni“ eins og hann segir.

Yfirbugaður af sérsveitinni aðeins 12 ára gamall

Þetta var ekki í fyrsta skipti sem sérsveitin hefur afskipti af Sindra Snæ. Samkvæmt frétt Vísis frá árinu 2009 var hann yfirbugaður af sérsveitarmönnum þann 25. nóvember á því ári en Sindri var þá aðeins 12 ára gamall.

Tilkynnt hafði verið um vopnaðan mann í Lágmúla og var allt tiltækt lögreglulið kallað á vettvang, þar á meðal vopnaðir sérsveitarmenn. Sindri Snær sat þá í framsætinu í bíl móður sinnar, sem var af gerðinni Volkswagen Golf. Bílnum hafði verið lagt fyrir utan Lyfju í Lágmúla en Sindri beið í bílnum á meðan móðir hans skrapp inn, á meðan lék hann sér með leikfangabyssuna sína.

Þá voru allar hurðir bílsins skyndilega rifnar upp og þrír sérsveitarmenn fóru inn í bílinn. Þrír aðrir sérsveitarmenn veittust að Sindra sem sagður er hafa setið stjarfur af hræðslu. Skammbyssum var þá beint að Sindra og honum skipað að fara úr bílnum. Sindri gerði það og í kjölfarið var hann lagður í jörðina þar sem höndum hans var haldið fyrir aftan bak.

„Síðan spurðu þeir allt í einu þegar ég lá í jörðinni hvað ég væri gamall, ég sagðist vera tólf ára,“ sagði Sindri um málið í samtali við Vísi á sínum tíma.

Þar sem lögreglan bjóst við vopnuðum manni en ekki barni með leikfangabyssu var þeim brugðið þegar Sindri sagði hvað hann var gamall. Skömmu síðar kom móðir Sindra á svæðið og var henni afar brugðið. „Ég trúði því ekki þegar ég sá lögreglumennina og hélt að þeir væru að skamma hann og hefðu tekið byssuna.“

Móðir hans sagðist ekki vilja gagnrýna vinnubrögð lögreglu þrátt fyrir hörkuna, henni fannst eðlilegt að ábendingar um vopnaða menn væru teknar alvarlega. Þó hefði hún viljað að þeir hefðu litið inn í bílinn og séð að um barn væri að ræða. „Þess vegna finnst mér þetta harkalegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti