Casemiro, leikmaður Manchester United, hefur tjáð sig um fyrstu vikurnar hjá félaginu en hann gekk í raðir liðsins í sumar.
Casemiro var fenginn til Man Utd undir lok félagaskiptagluggans en hann kom til félagsins frá Real Madrid.
Hann segist vera mjög ánægður í nýju starfi og hrósar einnig kaupum Man Utd á Antony sem kom frá Ajax stuttu fyrir gluggalok.
Casemiro þekkir Antony vel en þeir eru samherjar í brasilíska landsliðinu.
,,Ég tel að það sé mjög mikilvægt að vera með gæðaleikmann eins og Antony hjá okkur. Ég þekkti hann úr landsliðinu og það er stórt að vera með svona góða leikmenn,“ sagði Casemiro.
,,Mér líður mjög þægilega og það hefur verið tilfinningin alveg frá fyrsta degi. Ég er ánægður með mína liðsfélaga, þeir eru alltaf að hjálpa mér.“
,,Þjálfararnir útskýra hlutina mjög skýrt fyrir mér, ég er að standa mig vel og er ánægður.“