Jose Mourinho, stjóri Roma, hefur tjáð sig um eigin framtíð og hvenær hann telur að það sé komið gott af þjálfarstörfum.
Mourinho hefur komið víða við á ferlinum og hefur þjálfað lið eins og Chelsea, Real Madrid, Manchester United, Inter Milan, Tottenham og nú Roma.
Mourinho hefur náð fínum árangri með Roma síðan hann tók við en hann er orðinn 59 ára gamall.
Það er þó ekki stefna Mourinho að hætta á næstunni og ætlar hann að halda áfran í einhver ár.
,,Þessi 22 ár hafa liðið mjög fljótt en ég vil halda áfram. Mér líður vel og ég er með metnaðinn,“ sagði Mourinho.
,,Ég elska að vinna og ég hata að tapa, ekkert hefur breyst. Hárliturinn hefur breyst og hrukkurnar en ég vil halda ádfram. Ekki í önnur 22 ár en í nokkur ár í viðbót.“