Það vakti nokkra athygli í gær þegar það barst tilkynning frá Akureyri um að Arnar Grétarsson væri hættur störfum sem þjálfari KA.
Arnar hefur verið orðaður við Val í dágóðan tíma en flesti bjuggust við að hann myndi klára tímabilið á Akureyri.
KA greindi frá því í gær að Arnar væri búinn að láta af störfum og mun Hallgrímur Jónasson stýra liðinu næstu þrjú árin en hann var áður aðstoðarmaður Arnars.
Kristján Óli Sigurðsson, sparkspekingur í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin, greinir frá því að Arnar hafi aldrei fengið nýtt samningstilboð frá KA.
Kristján talar um ‘mestu skitu’ framkvæmdastjóra félagsins frá upphafi en Arnar náði virkilega góðum árangri með KA á tveimur árum en var víst ekki boðið að framlengja samning sinn.
Sindri Már Stefánsson tjáði sig um málið á Twitter og fékk svar frá Kristjáni sem er náinn vinur Arnars.
Hann fékk aldrei tilboð frá Blakfélagi Akureyrar. Sem er lögreglumál. Sennilega mesta skita framkvæmdastjóra félagsins frá upphafi og þá er meðtalið framboðið gegn Vöndu. KA sagðist ætla að gera tilboð en það kom aldrei. #Excel
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) September 23, 2022