Það er búið að senda markmanninn Martin Dubravka aftur til Manchester þar sem hann mun jafna sig af meiðslum.
Dubravka er varamarkvörður Man Utd í dag en hann gekk í raðir liðsins í sumar frá Newcastle.
Þessi 33 ára gamli markvörður meiddist á æfingu hjá landsliði Slóvakíu og mun ekki taka þátt í verkefni liðsins í Þjóðadeildinni.
Dubravka á enn eftir að spila leik fyrir Man Utd en hann hefur verið til taks ef David de Gea er ekki leikfær.
Óvíst er hversu alvarleg meiðsli Dubravka eru og er óvitað hversu lengi hann verður frá vegna meiðslana.
Dubravka var áður aðalmarkvörður Newcaslte og skrifaði undir lánssamning við Man Utd út tímabilið.