fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
433Sport

Arnar Grétars hættur með KA – Hallgrímur tekur við

Victor Pálsson
Föstudaginn 23. september 2022 19:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hallgrímur Jónasson hefur skrifað undir saming við KA næstu þrjú árin og mun þjálfa liðið í efstu deild.

Þetta kemur fram í frétt KA í kvöld en Arnar Grétarsson hefur því látið af störfum sem þjálfari liðsins.

Arnar náði virkilega góðum árangri sem þjálfari KA en hann tók við liðinu fyrir tveimur árum síðan.

Hallgrímur hefur unnið sem aðstoðarmaður Arnars hjá KA og var talinn eðlilegur arftaki hans hjá félaginu.

Af heimasíðu KA:

Knattspyrnudeild KA hefur samið við Hallgrím Jónasson um að taka við þjálfun meistaraflokks karla næstu þrú árin af Arnari Grétarssyni. Hallgrímur hefur verið leikmaður KA frá árinu 2018 og aðstoðarþjálfari liðsins frá 2020. Mun hann taka við stjórn liðsins um komandi mánaðarmót og stýra liðinu í síðustu fimm leikjum tímabilsins en liðið er nú í harðri baráttu um Evrópusæti á næsta ári.

Hallgrímur á að baki farsælan feril sem knattspyrnumaður bæði hérlendis sem og erlendis. Þá hefur Hallgrímur leikið 16 leiki fyrir A-landslið Íslands og gert í þeim þrjú mörk. Hann kom til KA frá Lyngby BK árið 2018 og hefur átt mikinn þátt þeirri í uppbyggingu sem hefur átt sér stað á knattspyrnustarfi KA á undanförnum árum.

Þá hefur hann sinnt þjálfun yngriflokka félagsins og annast stjórnun á afreksþjálfun innan deildarinnar en hún hefur svo sannarlega borið ávöxt fyrir liðsmenn KA sem og félagið í heild sinni. Frá árinu 2020 hefur Hallgrímur verið aðstoðarþjálfari Arnars Grétarssonar með meistaraflokk KA sem hefur stimplað sig inn með eftirtektarverðum hætti í toppbaráttu Bestudeildarinnar og áður Pepsí-Maxdeildarinnar.

„Við erum mjög ánægð með að hafa gengið frá þessari ráðningu„, segir Hjörvar Maronsson formaður knattspyrnudeildar KA. „Það hefur verið mikill stígandi í allri þjálfun og stýringu liðsins, sem endurspeglast hefur í bættum leik liðins á undangengnum árum. Við teljum Hadda vera okkar besta val í að halda áfram á sömu braut og byggja á þeim grunni sem hér hefur verið lagður. Hann gjörþekkir alla innviði félagsins og er auk þess mikil fyrirmynd á meðal iðkenda okkar. Við hlökkum til samstarfsins með Hadda en þökkum um leið Arnari Grétarssyni fyrir mikið og óeigingjarnt starf fyrir félagið. Við sem félag erum gríðarlega þakklát fyrir starf Arnars og óskum honum alls hins besta í framtíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gummi Ben og Helena kynna stórkostlega nýjung í skondinni klippu

Gummi Ben og Helena kynna stórkostlega nýjung í skondinni klippu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þess vegna leiðir Manchester United kapphlaupið

Þess vegna leiðir Manchester United kapphlaupið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vill setja af stað söfnun fyrir Antony

Vill setja af stað söfnun fyrir Antony
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Meint hjákona Beckham galopnar sig á ný – Nefnir það eina sem hún hefur gegn David og Victoriu

Meint hjákona Beckham galopnar sig á ný – Nefnir það eina sem hún hefur gegn David og Victoriu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Nýi maðurinn lætur til sín taka – Vill landa eftirsóttum bita og endursemja við sinn besta mann

Nýi maðurinn lætur til sín taka – Vill landa eftirsóttum bita og endursemja við sinn besta mann