fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
433Sport

Besti maður Íslands: „Alltaf eitthvað sem ég vil gera betur“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 23. september 2022 18:49

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska U-21 árs landsliðs karla tapaði fyrri leik sínum gegn Tékklandi 1-2 í Víkinni í dag.

Sævar Atli Magnússon kom íslenska liðinu yfir á 25. mínútu með marki af vítapunktinum. Matej Valenta jafnaði fyrir Tékka á 34. mínútu og Vaclav Sejk tryggði þeim sigurinn á 69. mínútu.

Lestu nánar um leikinn hér.

„Fyrst og fremst er ég svekktur. Mér fannst við betri en þeir í fótbolta, en þeir eru líkamlega sterkari og unnu baráttuna í dag,“ segir miðjumaðurinn Andri Fannar Baldursson við 433.is eftir leik. 

„Okkur leið öllum vel á vellinum. Mér fannst þeir ekki ógna okkur mikið. Við fundum allir að við getum unnið þetta lið. Við þurfum að fínpússa nokkra hluti og þá getum við unnið þetta lið úti.

Andri var valinn maður leiksins á 433.is. Hann var nokkuð sáttur með eigin frammistöðu.

„Mér fannst ég vera að berjast og spila frekar vel. Það er alltaf eitthvað sem ég vil gera betur. Ég kíki á leikinn og tek svo stöðuna eftir það.“

Seinni leikurinn fer fram á þriðjudag.

„Ég tel okkar eiga mikla möguleika. Mér fannst við klárlega geta unnið þennan leik. Við hefðum bara aðeins þurft að hafa okkar á hreinu og finna lausnir til að komast í gegnum þá. Við vorum með hellings tíma á bolta og nóg af plássi,“ segir Andri Fannar Baldursson, leikmaður U-21 árs landsliðsins. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gummi Ben og Helena kynna stórkostlega nýjung í skondinni klippu

Gummi Ben og Helena kynna stórkostlega nýjung í skondinni klippu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þess vegna leiðir Manchester United kapphlaupið

Þess vegna leiðir Manchester United kapphlaupið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vill setja af stað söfnun fyrir Antony

Vill setja af stað söfnun fyrir Antony
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Meint hjákona Beckham galopnar sig á ný – Nefnir það eina sem hún hefur gegn David og Victoriu

Meint hjákona Beckham galopnar sig á ný – Nefnir það eina sem hún hefur gegn David og Victoriu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Nýi maðurinn lætur til sín taka – Vill landa eftirsóttum bita og endursemja við sinn besta mann

Nýi maðurinn lætur til sín taka – Vill landa eftirsóttum bita og endursemja við sinn besta mann