fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Sindri Snær í gæsluvarðhaldi vegna meints ráðabruggs um hryðjuverk – Umdeildur lögmaður einn hinna handteknu

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 23. september 2022 17:47

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn þeirra fjögurra sem handtekinn var í aðgerðum sérsveitarinnar á miðvikudag starfar sem lögfræðingur og rekur eigin stofu. Lögfræðingurinn, sem er á fimmtugsaldri, var í forsvari fyrir félag sem leigði iðnaðarbil við Bugðufljót í Mosfellsbæ og aðgerð sérsveitarinnar síðastliðinn miðvikudag beindist að.  Um er að ræða einskonar samkomusal en þar hafði meðal annars bar verið innréttaður á efri hæð hússins. Þar fann lögreglan einnig skotvopn sem hald var lagt á. Lögfræðingurinn var handtekinn ásamt tveimur öðrum í Mosfellsbæ en fjórði maðurinn, Sindri Snær Birgisson, var handtekinn í aðgerð við Holtasmára í Kópavogi sem vakti mikinn óhug meðal sjónarvotta.

Lögfræðingnum var  sleppt úr haldi lögreglunnar við annan mann að loknum yfirheyrslum en Sindri Snær var úrskurðaður í gæsluvarðhald í eina viku ásamt fjórða manninum sem fékk tveggja vikna gæsluvarðhaldsúrskurð.

Sindri Snær, sem fæddur er árið 1996, var handtekinn var í aðgerð við Holtasmára á miðvikudaginn síðastliðinn. Eins og greint var frá fyrr í dag var Sindri Snær handtekinn á heimili sínu í Rimahverfi í Grafarvogi fyrir rúmri viku síðan og úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Hann var leystur úr haldi á þriðjudaginn en rúmum sólarhring síðar aftur handtekinn.

Á heimili hans var lagt hald á skotvopn þar á meðal breyttan rifil, þrívíddarprentara og íhluti í þrívíddaprentaðar byssur. Þá er ljóst að lögregla komst þar í gögn um meintar tengingar við hægri öfgahópa. Þar á meðal fannst stefnuyfirlýsing norska fjöldamorðingjans Anders Breivik í tölvu Sindra Snæs samkvæmt heimildum DV.

Þrátt fyrir það var ekki talin þörf á lengra gæsluvarðhaldi og því var Sindra Snæ sleppt úr haldi. Allt bendir til þess að lögregla hafi fylgst með og hlerað samskipti Sindra Snæs því ástæða þess að hann var handtekinn að nýju sólarhring síðar voru rafræn samskipti hans við annan mann þar sem orðið „fjöldamorð“ kom fyrir, líkt og greint var frá í frétt RÚV, sem minnst hafi verið á Alþingi, árshátíð lögreglumanna og einnig einstaka þingmenn – herma heimildir.

Ljóst er að málið á sér varla hliðstæðu hér á landi. Aðgerðir lögreglu, sem staðið hafa yfir í rúma viku, hafa verið afar umfangsmiklar og hafa vakið athygli út fyrir landsteinanna. Þannig hafa sumir af stærstu fjölmiðlum heims greint frá hryðjuverkaógninni á Íslandi og hvernig lögreglan hafi brugðist við henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt