fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Kynlífsverkakona afhjúpar óvæntar ástæður þess að giftir menn leita til hennar

Fókus
Föstudaginn 23. september 2022 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áströlsk fylgdarkona (e. escort) hefur opnað sig um það hvers vegna svona margir giftir menn borgi henni fyir kynlíf. Bianca Sierra starfar i Sidney og myndband hennar á TikTok, þar sem hún afhjúpar ástæðu þess að giftir menn kaupi þjónustu hennar, hefur vakið mikla athygli.

Bianca er þrítug og skrifar í texta á myndbandinu: „Það sem eiginmenn ykkar hafa kennt mér“ síðan rekur hún það sem hún hefur lært af því að sofa hjá eiginmönnum annarra kvenna.

Fyrsta yfirlýsingin er nokkuð óvænt. En þar segir hún að konur geti almennt gert betur í karlamálum, sérstaklega þær sem eru giftar mönnum sem leiti til fylgdarkvenna.

 „Þið [konur] getið betur. Þeir geta gert meira fyrir ykkur, þeir eru bara að gera það með öðrum konum.“ 

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Bondi Brat (@biancaseirra__)

Langar ekkert í þá – bara viðskipti

Bianca heldur áfram: „Þeir elska ykkur, en með skilyrðum. Ekki allir menn halda framhjá. En flestir karlmenn hafa látið sig dreyma um það, en það er ákveðið hlutfall þeirra sem veit að það er ekki þess virði. Það er eltingarleikurinn sem þeir vilja, ekki bráðin, og þeir eru nú þegar búnir að næla í ykkur. Þess vegna eru þeir á veiðum. Ef þeir gætu ekki borgað fyrir það gætu þeir ekki fengið það. Þeir halda að allir vilji þá, það er ekki rétt.“

Bianca rekur þarna að það sé spennan við að eltast við konur sem menn séu að leita eftir, sem sé kaldhæðnislegt þegar þeir lita svo til fylgdarkvenna sem þeir bókstaflega borga til að vera með þeim – þar sé enginn eltingaleikur í gangi.

Bianca segir að það að sofa hjá giftum mönnum hafi ekkert með það að gera að henni langi í þá – þetta séu bara viðskipti.

„Ég vil ekki manninn ykkar. Ég vil peningana þeirra. Þið getið gert betur.“ 

Þeir eru litlir strákar

Hún heldur svo áfram í öðru myndbandi: „Þessir menn eru hræddir við samskipti og við að segja nákvæmlega hvað þeir vilja. Þeir eru litlir strákar. Ef þeir fara frá þér, þá eru þeir ekki að gera það fyrir einhverja sem er betri. Þeir eru að fara frá ykkur bara fyrir einhverja nýja. Ég er auðveld. Þú borgar mér og ég er þín. Það er engin vinna sem það krefst.“

Hún bætir við að menn leiti stundum til hennar til að fá viðurkenningnu. „Sumir þeirra eru indælir og góðhjartaðir. Flestir þeirra glíma við andleg veikindi. Að sofa hjá yngri, heitari, konur er leið sem þeir nota til að fá viðurkenningu þegar þeir gætu í raunninni farið heim til ykkar og talað við ykkur.“

Konur stjórna heiminum

Bianca segir mennina sem leita til hennar standa í þeirri trú að konur þeirra muni ekki fara frá þeim. Það ættu þær hins vegar að gera.

„Ef ykkur finnst eins og þeir séu að halda framhjá – þá eru þeir að halda framhjá. Ef ykkur finnst að þeir séu að ljúga um eitthvað – þá eru þeir að ljúga um eitthvað“

Bianca segir að menn kæri sig ekki um að konur viti hversu mikilvægar þær eru þeim.

„Konur stjórna heiminum. Án okkar væri ekkert og þeir vita það. Og þess vegna ljúga þeir, ráðskast, halda framhjá, gaslýsa og ástarsprengja. Þeir þurfa að halda aftur að þér, halda þér frá því að verða besta útgáfan af þér, sem í felst að fara frá þeim.“

Stundum snýst þetta ekki um kynlíf

Menn réttlæti það að kaupa sér þjónustu kynlífsverkafólks með því að ekki sé um framhjáhald að ræða. Heldur viðskipti og þeir haldi því fram að þetta gæti í raun hjálpað samböndum þeirra við maka sína.

„Menn eru stöðugt að vanmeta konur og hvað þær eru tilbúnar að gera til að gera maka sína hamingjusama. Menn glíma við mikla fyrirlitningu gagnvart maka sínum fyrir að vera ekki lengur sú kona sem þær voru þegar þau byrjuðu fyrst saman, án þess að taka nokkra ábyrgð á því að þeir eru hættir að koma fram við þær eins og þeir gerðu fyrst þegar þeir voru að reyna að vinna hjárta þeirra.“

Stundum sé ástæðan ekki svona djúp. Stundum leiti menn til fylgdarkvenna því þeir vilji tilbreytingu. Kynlíf sé tilfinningalegra fyrir konur en karla og því geti þeir haldið framhjá án nokkurrar eftirsjár – fyrr en upp um þá kemst. Stundum sé ástæðan hreinlega sú að þeim vanti einhvern til að ræða við.

„Stundum er þetta bara spurning um að þeim vanti einhvern að tala við – þetta snýst ekki alltaf um kynlíf.“

 

@bondibrat_ What your husbands taught me Q&A ##fyp ♬ original sound – Bondibrat

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart