fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
433Sport

Bjarni Jó kveður Njarðvík eftir frábært tímabil

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 23. september 2022 11:04

Mynd: Njarðvík

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Jóhannsson verður ekki áfram hjá karlaliði Njarðvíkur á næstu leiktíð. Félagið staðfestir þetta í nýrri færslu á samfélagsmiðlum.

Undir stjórn hans gjörsigraði Njarðvík 2. deild í sumar og leikur því í Lengjudeildinni að ári.

Bjarni tók við stjórn Njarðvíkur seint árið 2020 og hefur verið mikill stígandi hjá liðinu síðan þá.

Yfirlýsing Njarðvíkur

Bjarni þakkar fyrir sig

Bjarni Jóhannsson, hefur ákveðið að framlengja ekki samningi sínum við knattspyrnudeild Njarðvíkur.

Bjarni tók við þjálfun liðsins ásamt Hólmari Erni í nóvember 2020 og hefur frá fyrsta degi sett sinn svip á félagið. Bjarni ásamt sínu teymi náði mögnuðum árangri með Njarðvíkurliðið í ár en liðið sigraði 2. deildina með 55 stig, skoraði 63 mörk og fengu aðeins 22 mörk á sig. Þá sigraði Njarðvíkurliðið einnig Lengjubikarinn í B-deild.

Bjarni var að ljúka sínu 34. ári í meistaraflokksþjálfun karla en hann hóf þjálfarferilinn á heimaslóðunum með Þrótti Neskaupstað. Á sínum ferli hefur Bjarni þjálfað Tindastól, Grindavík, Breiðablik, ÍBV, Fylki, Stjörnuna, KA og Vestra ásamt því að hafa verið aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands en hann hefur lyft öllum helstu titlum sem hægt er að vinna hér á landi.

Knattspyrnudeild Njarðvíkur þakkar Bjarna kærlega fyrir sitt framlag til félagsins en félagið hefur vaxið mikið frá því að Bjarni kom til klúbbsins.

Við væntum þess að Bjarni verði áfram reglulegur gestur í vallarhúsinu hjá okkur Njarðvíkingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gummi Ben og Helena kynna stórkostlega nýjung í skondinni klippu

Gummi Ben og Helena kynna stórkostlega nýjung í skondinni klippu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þess vegna leiðir Manchester United kapphlaupið

Þess vegna leiðir Manchester United kapphlaupið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vill setja af stað söfnun fyrir Antony

Vill setja af stað söfnun fyrir Antony
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Meint hjákona Beckham galopnar sig á ný – Nefnir það eina sem hún hefur gegn David og Victoriu

Meint hjákona Beckham galopnar sig á ný – Nefnir það eina sem hún hefur gegn David og Victoriu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Nýi maðurinn lætur til sín taka – Vill landa eftirsóttum bita og endursemja við sinn besta mann

Nýi maðurinn lætur til sín taka – Vill landa eftirsóttum bita og endursemja við sinn besta mann