Um kl. 22 í gær var tilkynnt um þjófnað úr verslun í hverfi 109. Segir í dagbók lögreglu að maður hafi náð að hlaupa út úr verslun með vörur sem hann hafði ekki greitt fyrir. Öryggisvörður í versluninni elti þjófinn uppi og náði af honum einhverjum vörum, meðal annars þvottaefni. Þjófurinn komst undan en öryggisvörðurinn náði af honum farsímanum þannig að ætla má að greiðlega muni ganga að hafa uppi á viðkomandi.
Fyrr um kvöldið hafði verið tilkynnt um líkamsárás á veitingahúsi í hverfi 108. Tveir menn voru handteknir á vettvangi og þeir vistaðir í fangageymslu lögreglu vegna rannsóknar málsins. Lögreglan hefur ekki upplýsingar um áverka árásarþola.
Að öðru leyti var kvöldið og nóttin rólega hjá lögreglu. Bíleigandi í hverfi 101 óskaði eftir aðstoð vegna ókunnugs manns sem hafði farið inn í aftursæti bifreiðar hennar og sofnað í aftursætinu. Lögregla vakti manninn og vísuðu honum út úr bifreiðinni.
Þá var tilkynnt um innbrot í bifreið, hverfi 109. Búið var að brjóta rúðu í bifreið þar sem henni var lagt í bifreiðastæði við fjölbýlishús og stolið var farsíma og hleðslubanka.