fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Leikstjórinn Unnur Ösp bregst við hinni óvægnu gagnrýni – „Ég þekki það af eigin raun hvernig er að eiga fatlað barn“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 22. september 2022 15:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um fátt hefur verið meira rætt undanfarna daga en hárbeitta en umdeilda gagnrýni Nínu Hjálmarsdóttur á sýninguna „Sem á himni“ sem unnin var fyrir Ríkisútvarpið. Óhætt er að segja að Nínu hafi ekki þótt mikið til verksins koma en hún sagði það meðal annars vera eintóma froðu og uppfull af illa skrifuðum persónum.

Sá punktur sem hefur vakið mesta athygli er sá að í verkinu leikur Almar Blær Sigurjónsson fatlaðan karakter, Dodda, og þar með hafi Þjóðleikhúsið ákveðið að gera það sem kallast á ensku „cripface“, það er þegar ófötluð manneskja leikur manneskju með sýnilega fötlun.

„Hugtakið hefur orðið meira og meira áberandi í umræðunni um birtingarmyndir fatlaðs fólks í leikhús- og kvikmyndaiðnaðinum. Þessi gjörð, að sviðsetja cripface, gefur til kynna að fötlun sé hluti af sjálfsmynd sem er hægt að setja á sig tímabundið til að skemmta öðrum, og minnir þannig á mun þekktara hugtakið „blackface“, þegar hvít manneskja málar sig dökka til að leika svarta manneskju,“ skrifaði Nína og kveikti þar með fjörugar umræður meðal áhugafólks um leiklist og menningu.

Sjá einnig: Edda Björgvins svarar gagnrýninni – „Magnað að fá þau skilaboð frá nýjasta spútnik RÚV“

Vildi vekja athygli á stöðu fatlaðra í samfélaginu

Leikstjóri verksins er Unnur Ösp Stefánsdóttir en hún birti fyrir stundu yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni vegna málsins. Hún segist hafa ákveðið að taka að sér leikstjórn verksins til að vekja athygli á stöðu fatlaðra í samfélaginu en hún þekki þær áskoranir vel verandi móðir fatlaðs barns.

„Ég finn mig knúna til að stíga inn í umræðu um gagnrýni á leiksýninguna Sem á himni. Sýningu sem ég ber ábyrgð á að leikstýra og þar með taka endanlega listrænar ákvarðanir um.
Málefni fatlaðra standa mér persónulega mjög nærri. Ég þekki það af eigin raun hvernig er að eiga fatlað barn sem tekst á við sambærilegar ef ekki návæmlega sömu áskoranir og persóna Dodda, fatlaða drengsins í umræddu verki. Ég ákvað að taka að mér leikstjórn á þessari sögu m.a. af þeirri ástæðu að vekja athygli á stöðu fatlaðra í samfélagi okkar,“ skrifar Unnur.

Hún segir að því miður séum við stutt komin þegar kemur að réttindum og virðingu þessa hóps, því mæti hún á hverjum degi.

„Þeim er útskúfað, þau komast ekki í framhaldsnám, þeim er vísað úr íþróttahreyfingunni, þykja ekki passa í hópinn. Auðvitað er þetta ekki alls staðar raunin, en því miður of víða. Það er þess vegna sem þessi einfalda sögn, sem er í raun grunn þráður verksins Sem á himni, er mér mikilvæg. Að við sem samfélag virkum ekki nema við hleypum öllum að borðinu. Í tilfelli Dodda í verkinu finnur kórinn ekki sinn “rétta” tón fyrr en fatlaði einstaklingurinn fær að syngja með. Þetta er djúp og mikilvæg sögn fyrir mig persónulega,“ skrifar Unnur.

Stærsta gjöfin í lífi hennar

Hún segir að það að eiga fatlað barn sé yndislegt og hennar stærsta gjöf í lífinu en það geti líka verið brútalt, ljótt, erfitt, vandræðalegt, banalt og óþægilegt.

„Það sem særir því óendanlega mikið í þarfri og magnaðri umræðu sem ég fagna manna mest er sú tilfinning mín að þegar við sýnum sannleika þessarar persónu í sinni tærustu mynd, þá finnst okkur áhorfendum erfitt, jafnvel óbærilegt að horfa á það. Það er ekki rétt gert, það er leikið af röngum aðila, við hefðum átt að milda, breyta, sleppa, strika hlutverkið. Í lífi sumra eru þessar áskoranir sem persónan fæst við daglegt brauð. Ég vildi því síst milda það eða fara um það mjúkum höndum. Ég vildi alls ekki draga úr þeim ömurlegu fordómum sem persónan mætir af samfélaginu í sögunni. Ég valdi að fá næman listamann til að túlka þessa persónu af virðingu, skilningi og kærleika. Það hryggir óendanlega ef það kemur ekki yfir til allra,“ skrifar Unnur.

Hún segir að listamenn eigi að þora inn í þetta erfiða samtal.

„Það er sársauki í þessu samtali en við verðum að taka það. Þannig hreyfum við samfélagið og tilverurétt fatlaðra persóna í sögunum sem við viljum segja í leikhúsinu. Og ekki síst þurfum við fókus á réttindi fatlaðra í samfélaginu öllu, stofnunum þess, listnámi og víðar. Raddir fatlaðar verða að heyrast og það sem aldrei fyrr. Og það á vettvangi sem getur náð augum og eyrum sem flestra. Þessi umræða er miklu stærri og mikilvægari en einstaka leiksýning,“ skrifar leikstjórinn.

Hún boðar svo að Þjóðleikhúsið muni efna til málþings um leikhúsið og birtingamyndir raunveruleikans inann þessa og stigið verði af þunga inn í þessa umræðu.

Færsla leikstjórans í heild sinni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma
Fréttir
Í gær

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki
Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur