A landslið karla er komið saman í Vínarborg í Austurríki þar sem það mætir Venesúela í vináttuleik í dag. Leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma, fer fram á Motion Invest leikvanginum í Wiener Neustadt, og er í beinni útsendingu á Viaplay.
Ísland hefur aldrei áður mætt Venesúela í landsleik. Lið Venesúela er sem stendur í 56. sæti á styrkleikalista FIFA en Ísland er í 63. sæti.
Arnar Þór Viðarsson valdi þá Aron Einar Gunnarsson, Guðlaug Victor Pálsson og Alfreð Finnbogason aftur í landsliðshópinn. Búist er við að þeir komi allir inn í byrjunarliðið í dag.
Líklegt byrjunarlið Íslands:
Elías Rafn Ólafsson
Hjörtur Hermannsson
Guðlaugur Victor Pálsson
Daníel Leó Grétarsson
Hörður Björgvin Magnússon
Aron Einar Gunnarsson
Birkir Bjarnason
Ísak Bergmann Jóhannesson
Arnór Sigurðsson
Alfreð Finnbogason
Jón Dagur Þorsteinsson