fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fréttir

Úkraínumenn fagna frelsi hetja sinna – Dauðadæmdir Bretar fá að fara heim til sín

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 22. september 2022 07:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umfangsmikil fangaskipti áttu sér stað í nótt milli Rússa og Úkraínumanna. Alls voru 215 fangar leystir úr haldi af Rússum en Úkraínumenn slepptu á móti 55 föngum úr sínu haldi, þar á meðal stuðningsmanni Pútín, úkraínska stjórnmálamanninum Viktor Medvedchuk, sem ákærður hafði verið fyrir landráð í heimalandi sínu. Pútín er guðfaðir dóttur Medvedchuk.

Samkvæmt Sky-fréttatofunni staðfesti Andrii Yermak, yfirmaður skrifstofu Úkraínuforseta, fangaskiptin.

„Volodymyr Zelensky, forseti, setti sér það markmið að fá hetjurnar okkar aftur heim. Niðurstaðan? Hetjurnar okkar eru frjálsar,“ er haft eftir Yarmak.

Meðal þeirra sem voru leystir úr haldi voru hermenn sem börðust nánast til síðasta manns í Azovstal-stálverksmiðjunni í Mariupol og héldu út mánuðum saman gegn ofurefli rússneska hersins. Mikill fögnuður hefur gripið um sig meðal Úkraínumanna

Þá fengu fimm breskir málaliðar frelsi þar á meðal þeir Aiden Aslin, John Harding og Shaun Pinner. Þeir voru handsamaðir af Rússum á vígsstöðvunum í austur-Úkraínu í apríl og dæmdir til dauða af dómstól í Alþýðulýðveldinu Donetsk fyrir að berjast gegn Rússum sem málaliðar. Bretarnir áfrýjuð dómnum og freistuðu þess að sýna fram á að þeir hefðu verið fullgildir meðlimir í úkraínska hernum.

Bretarnir voru frelsinu fegnir og sendu hlýjar kveðjur til ástvina sinna og allra þeirra sem hafa barist fyrir frelsi þeirra. Auk Bretanna voru fimm aðrir útlendingar leystir úr haldi Rússa, þar á meðal sænskur ríkisborgari.

Fangaskiptin eru tilkom vegna tilstilli Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, sem miðlaði málum til Rússa og Úkraínumanna, og Mohammed bin Salman, krónprins Saudi-Arabíu.

Tíðindin af fangaskiptunum hafa komið mörgum í opna skjöldu enda hefur alþjóða samfélagið nötrað eftir ræðu Vladimir Pútín í gær þar sem hann tilkynnti um herkvaðningu 300.000 manna liðs og hótaði að nota gereyðingarvopn ef þörf væri til að ljúka stríðinu. Töldu flestir því að einhverskonar málamiðlanir væru útilokaðar og því felst ákveðin vonarglæta í fangaskiptunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtalækkunin þýðir fyrir 50 milljóna króna húsnæðislán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtalækkunin þýðir fyrir 50 milljóna króna húsnæðislán
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

„Forsetinn er opinberlega að kalla eftir þjóðernishreinsunum þar sem hann situr við hliðina á stríðsglæpamanni“

„Forsetinn er opinberlega að kalla eftir þjóðernishreinsunum þar sem hann situr við hliðina á stríðsglæpamanni“
Fréttir
Í gær

Ferðamenn nefna stærstu mistökin sem þeir gerðu á Íslandi

Ferðamenn nefna stærstu mistökin sem þeir gerðu á Íslandi
Fréttir
Í gær

Brynjar gagnrýnir ÍSÍ harkalega – „ÍSÍ og Lárus Blöndal bregðast foreldrum og iðkendum Aþenu“

Brynjar gagnrýnir ÍSÍ harkalega – „ÍSÍ og Lárus Blöndal bregðast foreldrum og iðkendum Aþenu“
Fréttir
Í gær

Nýr Þjóðarpúls – Flokkur fólksins dalar en Viðreisn rís

Nýr Þjóðarpúls – Flokkur fólksins dalar en Viðreisn rís
Fréttir
Í gær

Starfsfólk Landspítalans fær ekki launað leyfi vegna kennaraverkfalla

Starfsfólk Landspítalans fær ekki launað leyfi vegna kennaraverkfalla