fbpx
Föstudagur 11.apríl 2025
433Sport

Haaland fékk óþægilegar spurningar í Noregi – „Ég get ekki tjáð mig um þetta“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 21. september 2022 11:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erling Braut Haaland, framherji Manchester City, var spurður út í eigendur félagsins á blaðamannafundi í Noregi dag fyrir landsliðsverkefni.

Eigendur City, sem koma frá Abu Dhabi, hafa verið sakaðir um mannréttindabrot og að nota íþróttir til að hylma yfir með þeim, svokallaðan hvítþvott í íþróttum (e. sports washing).

Fjölmiðlamaður minntist á þetta við Haaland á blaðamannafundinum og spurði leikmanninn unga um hvað honum finndist um eigendurna.

„Í fyrsta lagi hef ég aldrei hitt þá. Ég þekki þá ekki svoleiðis. Þetta eru stórar ásakanir sem þú kemur með þarna. Ég get ekki tjáð mig mikið um þetta, það væri óþægilegt,“ svaraði Haaland.

Aftur minnstist spyrill á það að eigendur City hafi verið sakaður um að hvítþvott og að kaupin á honum hafi verið hluti af honum. Haaland var spurður út í hvað honum finndist um þetta.

„Ég hef haldið með City allt mitt líf. Pabbi spilaði þarna. Ég hef skorað fjórtán mörk og er að hugsa um íþróttahliðina. Ég tók ákvörðun um að koma hingað vegna þjálfara, leikmanna og annars, það er það sem ég var að hugsa,“ segir Haaland.

Hann var spurður út í það hvort leikmenn ræddu almennt hvítþvott í íþróttum. Haaland sagðist mjög meðvitaður um hvað það þýddi.

Stale Solbakken, þjálfari Noregs, ræddi málefnið einnig en sagði erfitt fyrir leikmenn að taka ábyrgð á gjörðum eigenda félaga.

„Enska úrvalsdeildin samþykkir Manchester City. Þetta er miklu stærri spurning heldur en fyrir einstaklinga að svara, hvort sem það er Pep Guardiola, Kevin De Bruyne eða Erling Haaland.

Þetta er mun stærra pólitískt vandamál heldur en að einstaklingar geti svarað fyrir þetta.“

Noregur mætir Slóveníu á laugardag og Serbíu þremur dögum síðar í Þjóðadeildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Spá því að skjöldurinn rati aftur í Kópavog

Spá því að skjöldurinn rati aftur í Kópavog
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Lykilmaður á skrifstofu Arsenal segir upp og heldur til Tottenham

Lykilmaður á skrifstofu Arsenal segir upp og heldur til Tottenham
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Van Dijk fetar í fótspor Salah – Allt klappað og klárt fyrir nýjan samning

Van Dijk fetar í fótspor Salah – Allt klappað og klárt fyrir nýjan samning
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sóðalegur rasismi í stórum hópi á Íslandi vekur hörð viðbrögð – „Þetta rasista shit er verra en hann“

Sóðalegur rasismi í stórum hópi á Íslandi vekur hörð viðbrögð – „Þetta rasista shit er verra en hann“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Risaleikur í Kópavogi í kvöld

Risaleikur í Kópavogi í kvöld
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

United skoðar 22 ára markvörð – Framtíð Onana í lausu lofti

United skoðar 22 ára markvörð – Framtíð Onana í lausu lofti
433Sport
Í gær

Steinda brugðið yfir ummælum Gumma Ben og lét hann heyra það í beinni – „Nei, Gummi! Þú getur ekki komið hérna inn og látið svona“

Steinda brugðið yfir ummælum Gumma Ben og lét hann heyra það í beinni – „Nei, Gummi! Þú getur ekki komið hérna inn og látið svona“
433Sport
Í gær

Efast um að þeir fái leikmann Liverpool – Telja að hann fari annað

Efast um að þeir fái leikmann Liverpool – Telja að hann fari annað