fbpx
Fimmtudagur 19.desember 2024
Fókus

Þolandi klámkóngsins stígur fram – „Ég velti því fyrir mér hvort hann ætlaði að drepa mig“

Fókus
Miðvikudaginn 21. september 2022 11:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„12. desember 1997, ég mun aldrei gleyma þessum helvítis degi,“ segir Jennifer Steele Mondello, þekkt sem Jennifer Steele sem hefur nýlega gefið út bókina Adult AgencyA memoir þar sem hún rekur kynferðisbrot sem hún varð fyrir af hendi klámstjörnunnar Ron JeremyRon er sem stendur á bak við lás og slá eftir að hafa verið ákærður fyrir meira en 30 nauðgunar- og kynferðisbrot.

Dagurinn sem Jennifer vísar til er dagurinn sem Ron braut gegn henni. Hún steig fram og opnaði sig í viðtali við The Daily Beast.

Athugið að lýsingar Jennifer á ofbeldinu geta verið triggerandi. 

Kom því skýrt til skila að hún vildi ekki kynlíf

Jennifer hitti Ron fyrst á strippbúllu í desember 1997. Hún vildi koma sjálfri sér á framfæri í klámbransanum og umboðsmaður hennar kynnti hana fyrir Ron og fullvissaði hana um að Ron væri meinlaus. Í kjölfarið bauðst Ron til að kynna hana fyrir rétta fólkinu og leyfði henni að gista heima hjá sér.

„Ég kom því skýrt á framfæri, og hann tók undir, að kynlíf okkar á milli væri ekki hluti af þessu samkomulagi. Ég passaði mig sérstaklega að koma honum í skilning um að ég væri ekki opin fyrir því“ 

Sannfærði hana um að þetta væri misskilningur

Jennifer fór því til Los Angeles með Ron og gisti heima hjá honum. Skömmu eftir fyrstu kynnin hafi Ron svo fylgt henni í myndatöku í Los Angeles, en þar átti að taka myndir án þess að nektarfyrirsæturnar snertist, svo kallað nocontact myndataka.  Hún segir að þar hafi Ron farið með hana inn á baðherbergi þar sem hann átti erfitt með að fá holdris og vildi að hún hjálpaði sér með því að beygja sig fram og leyfa honum að horfa. Hann lofaði að hann myndi ekki snerta hana.

„Sem nektardansari þá fannst mér þetta ekkert fáránlegt. Á meðan ég beygði mig fram og sneri frá honum braut Ron traust mitt og fór inn í mig, ég ýtti mér burtu og við héldum myndatökunni áfram. Ég var ný og vissi ekki hverjum ég gæti treyst af þeim sem vorum í kringum mig, en allir voru alltaf að dásama Ron. Í bílnum eftir þetta sannfærði hann mig um að þetta væri allt misskilningur og myndi aldrei gerast aftur og ég væri örugg þó ég myndi gista heima hjá honum þetta kvöld.“ 

Hélt hún myndi ekki lifa þetta af

Hún hafi treyst því og svo eftir að hún sofnaði hafi hann vakið hana og brotið gegn henni aftur.

„Hann vakti mig til að neyða mig til að veita sér munnmök og lofaði að láta mig svo vera. Hann sagði að ég ætti að læra að kunna að meta allt það sem hann væri að gera fyrir mig. Þegar ég sagði nei við kynlífi nauðgaði hann mér. Hann nauðgaði mér í munn, leggöng og endaþarm,“ segir Jennifer.

Hún segir að áfallið hafi verið slíkt að hún muni atvikið líkt og hún hafi yfirgefið eigin líkama og fylgst með glæpnum gerast frá öðrum stað í herberginu.

„Það komu stundir þar sem ég velti því fyrir mér hvort hann ætlaði að drepa mig,“ segir Jennifer því hún átti erfitt með að skilja hvernig svona frægur aðili gæti komist upp með svona hrottalegt brot nema ef hann hreinlega dræpi þolanda sinn til að þagga niður í honum.  „Hann stoppaði þegar hann sá tár og blóð og á þeim tímapunkti var ég fegin því að hafa lifað þetta af. Ég fór í sturtu og ég vildi vera í sturtunni að eilífu. Ég hætti að treysta sjálfri mér og innsæi mínu eftir þetta.“ 

Tímarnir aðrir í dag

Jennifer kærði Ron ekki á sínum tíma en í nýlegu dómsmáli steig hún fram sem vitni til að vitna um að hann hafi áratugum saman brotið gegn konum. Jennifer útskýrir að tíðarandinn hafi verið annar árið 1997 og umræðan um kynferðisbrot ekki komin langt. Hún óttaðist að henni yrði ekki trúað og að hún yrði sökuð um að vera að ljúga broti upp á frægan mann til að öðlast sjálf frægð.

„Það seinasta sem ég vildi var að, þú skilur, saka frægan um nauðgun – sérstaklega klámstjörnu. Ég hugsaði að fólk myndi bara halda að þetta væri grín. Ég spurði eina löggu hvort það væri nóg til að kæra að hafa áverka og erfðaefni og hann sagði að í ljósi þess að ég væri fatafella og hann verandi sá sem hann var – þá myndu þeir ekki ákæra á grundvelli þessara gagna.“ 

Jennifer segist bera engan kala til Ron í dag, en hún telur að hann hafi lengi verið veikur á geði. Hún er hins vegar fegin því að hann er nú læstur inni í fangelsi og getur ekki brotið gegn fleiri konum.

Hún fagnar því að umræðan um kynferðisbrot sé orðin opnari en hún var. Sjálf ætlar hún að leggja sitt af mörkum til að reyna að auka öryggi þeirra sem starfa í erótískum starfsgreinum.

Jennifer er nú að undirbúa gerð heimasíðu þar sem konur og aðrir í erótískum starfsgreinum geta deilt reynslum sínum. Hún vonast til þess að geta stofnað hjálparsamtök í kjölfarið.

Síðan ætti að virka sem hvati á framleiðendur klámefnis að tryggja öryggi leikara sinna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Lögmaður Jay-Z: Þessi fjögur atriði í framburði konunnar standast ekki

Lögmaður Jay-Z: Þessi fjögur atriði í framburði konunnar standast ekki
Fókus
Í gær

Vitni að andláti Liam Payne stígur fram – „Þetta er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“

Vitni að andláti Liam Payne stígur fram – „Þetta er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“