Annars var kvöld- og næturvaktin með rólegra móti hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 28 mál voru bókuð í dagbók frá klukkan 19.00 til 05.00.
Einn ökumaður var handtekinn, grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna. Annar var kærður fyrir að aka án tilskilinna ökuréttinda.
Einn var handtekinn í verslun í Miðborginni en sá var í annarlegu ástandi. Hann var vistaður í fangageymslu.