Til stóð að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, myndi ávarpa þjóð sína í gærkvöldi í fyrsta sinn síðan 24. febrúar þegar hann tilkynnti um hina „sérstöku hernaðaraðgerð“ í Úkraínu. Reiknað var með að hann myndi boða hertan hernað í Úkraínu og ýmsar aðgerðir því tengdar.
En ræðu Pútíns var frestað í gærkvöldi og í kjölfarið tók leit að einu ákveðnu atriði mikinn kipp á Google. Þetta er leitin að „hvernig yfirgefur maður Rússland“. Meduza skýrir frá þessu. Það virðist því sem margir Rússar hafi miklar áhyggjur af þróun mála og vilji gjarnan komast á brott frá Rússlandi.
Eins og DV skýrði frá í morgun þá er talið að Pútín muni ávarpa þjóð sína í dag og muni í raun boða stórstyrjöld gegn Úkraínu.