Benjamin Pavard, leikmaður Bayern Munchen, viðurkennir að hann hafi um tíma íhugað að yfirgefa félagið í sumar.
Manchester United var á meðal liða sem voru orðuð við Pavard sen er 26 ára gamall bakvörður.
Um tíma var Pavard að íhuga að breyta til en hann ræddi svo við Julian Nagelsmann, stjóra Bayern, um framtíðina.
Pavard er samningsbundinn til ársins 2024 en hann kom til Bayern fyrir þremur árum síðan.
,,Ég þurfti að spyrja sjálfan mig spurninga. Ég fékk símtöl frá mismunandi félögum,“ sagði Pavard.
,,Stjórinn ítrekaði þó að ég væri í hans plönum og að ég væri mikilvægur fyrir liðið. Kannski einn daginn stekk ég á tækifærið en maður veit aldrei hvað gerist.“