Nottingham Forest heldur áfram að láta til sín taka á félagaskiptamarkaðnum þrátt fyrir að hann sé lokaður.
Félagið hefur samið við Adnan Kanuric sem var án félags en um er að ræða 22 ára gamlan markvörð.
Kanuric var í herbúðum FK Sarejevo og er 23 leikmaðurinn sem Forest fær til sínar í sumar. Ungur að árum var Kanuric í herbúðum Stoke City.
Forest keypti 21 leikmann í sumar og fékk svo Serge Aurier til félagsins eftir að glugginn lokaði en líkt og Kanuric var hann án félags.
Kanuric er frá Bosníu og hefur spilað fyrir öll yngir landslið þjóðarinnar en hann er nú mættur í ensku úrvalsdeildina.