fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
433Sport

Pólski fyrirliðinn mun bera fyrirliðaband í úkraínsku fánalitunum

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 20. september 2022 16:00

Robert Lewandowski og liðsfélagar í pólska landsliðinu / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Robert Lewandowski, leikmaður Barcelona og pólska landsliðsins, mun bera fyrirliðaband í litum Úkraínu á HM í Katar síðar á þessu ári.

Fyrirliðabandið var gefið Lewandowski af Andriy Shevchenko, fyrrum landsliðsfyrirliða Úkraínu.

Lewandowski mun bera bandið til að sýna úkraínsku þjóðinni stuðning vegna innrásar Rússa í landið.

Pólland verður í riðli með Argentínu, Sádi-Arabíu og Mexíkó á HM í Katar. Liðið hefur leik þann 22. nóvember, gegn Mexíkó.

Úkraína komst ekki á HM. Liðið tapaði gegn Skotlandi í umspilinu um að komast á mótið.

Hér að neðan má sjá þegar Shevchenko afhendir Lewandowski fyrirliðabandið sem um ræðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kolbrjálaðir Blikar gómaðir heima hjá Gylfa að mála grindverkið grænt

Kolbrjálaðir Blikar gómaðir heima hjá Gylfa að mála grindverkið grænt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Áherslur dómara á Íslandsmótinu í sumar –  „Dómurum ber að áminna fyrir slíka hegðun“

Áherslur dómara á Íslandsmótinu í sumar –  „Dómurum ber að áminna fyrir slíka hegðun“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Taldar ágætis líkur á því að United reyni að fá De Gea í sumar

Taldar ágætis líkur á því að United reyni að fá De Gea í sumar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Skoða það að reka Nistelrooy og eru með mann á blaði

Skoða það að reka Nistelrooy og eru með mann á blaði