fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Sú dökka saga America’s Next Top Model sem Tyra Banks vill að þú gleymir

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 24. september 2022 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir með kennitölu sem endar á 09 muna eftir geysivinsælu raunveruleikaþáttunum America‘s Next Top Model. Eins og nafnið gefur til kynna sneru þættirnir um að finna næstu ofurfyrirsætu Bandaríkjanna. Það komu út 24 seríur í heildina og sú síðasta fór í loftið árið 2018.

Árið 2020 var í fyrsta skipti hægt að nálgast þættina auðveldlega – á streymisveitunum Hulu og Amazon Prime – sem þýðir að fólk var að horfa aftur á þættina eftir langan tíma.

Fljótlega varð ljóst að þættirnir myndu ekki njóta sömu hylli og velgengni og áður heldur sættu þeir harðri gagnrýni. Meðal annars fyrir rasísk og óviðeigandi atriði og framkomu Tyru Banks gagnvart keppendum.

Ofurfyrirsætan Tyra Banks var andlit þáttanna, hún var bæði kynnir og framleiðandi, og hefur þurft að biðjast afsökunar á mörgu sem fór fram þau fimmtán ár sem þættirnir voru í loftinu.

Eitt af fyrstu atriðunum til að fara í dreifingu var þegar Tyra Banks gagnrýndi keppanda fyrir að vilja ekki láta laga svokallað frekjuskarð sitt en ofurfyrirsætan sagði það ekki markaðsvænt.

Fleira sem gerðist í þáttunum sem Tyra Banks og framleiðendur vilja alveg örugglega að þú gleymir:

Fyrir eina myndatökuna voru fyrirsæturnar klæddar eins og „heimilislausar konur“ á meðan alvöru heimilislausar konur stilltu sér upp á bak við þær klæddar hátískufötum.

Andlát í kringum keppendur notuð í myndatökur

Svo má ekki gleyma því þegar hún neyddi keppandann Kahlen Rondon til að sitja fyrir í líkkistu, stuttu eftir að Kahlen frétti að besta vinkona hennar væri látin.

Það var ekki eina skiptið sem þau notuðu andlát aðstandanda keppanda í þáttunum. Fyrirsætan Jael þurfti að taka þátt í myndatöku með „dauðaþema“ viku eftir að hún komst að besta vinkona hennar lést eftir of stóran skammt.

Jael í þeirri myndatöku. Mynd/CW

Fordómar gagnvart samkynhneigðum

Þegar Tyra sagði hinsegin keppandanum Kim Stolz að vera ekki svona opinberlega stolt af því að vera samkynhneigð.

Létu heyrnarlausan keppanda sitja fyrir í kolniðamyrkri

Nyle DiMarco var fyrsti – og eini – heyrnarlausi keppandinn til að vinna. Margir gagnrýndu þættina fyrir að láta hann sitja fyrir í kolniðamyrkri.

DiMarco hafði samskipti við aðra keppendur og dómara með aðstoð túlks og skrifaði á síma sinn. Hann endaði með að vera í tveimur neðstu sætunum eftir þessa myndatöku þar sem hann sá ekkert og heyrði ekki þegar ljósmyndarinn var að leiðbeina honum og hvenær hann átti að stilla sér upp.

Skjáskot úr þáttunum þar sem keppendur voru látnir virðast vera af öðrum kynþætti fyrir myndatökur.

Rasismi og fordómar

Eitt af því umdeildasta sem var gert – oftar en einu sinni – var að láta fyrirsæturnar virðast vera af öðrum kynþætti.

Í myndatöku í fjórðu seríu voru margar af hvítu stúlkunum málaðar svartar í framan, þeim var gefið svokallað „blackface.“

Í þrettándu þáttaröð voru keppendur farðaðir til að líta út fyrir að vera með dekkri húð en þeir raunverulega voru með.

Eftirminnilegt augnablik

Augnablikið þegar Tyra Banks öskraði á keppanda: „Ég hélt með þér! Við héldum öll með þér!“ var skráð á spjöld sögunnar fyrir sautján árum sem eitt goðsagnakenndasta augnablik raunveruleikasjónvarps.

Margir muna eftir atriðinu og fæstir muna eftir aðdragandanum.

Er nokkrar vikur voru liðnar af keppninni virtist Tiffany tapa metnaðinum. Það varð frekar augljóst í þættinum „The Girl Who Pushes Tyra Over the Edge“. Í þeim þætti voru tvær stúlkur sendar heim, Tiffany og Rebecca Epley. Áður en þær yfirgáfu dómaraherbergið sagðist Tyra vera mjög vonsvikin út í Tiffany, að hún sýndi engin tilfinningaleg viðbrögð við brottrekstrinum. Það leiddi til þess að Tyra Banks fór með þessar frægu línu:

„Hafðu hljóð Tiffany. Hafðu hljóð! Hvað er að þér? HÆTTU ÞESSU. Ég hef aldrei á minni ævi öskrað svona á stelpu. Þegar mamma mín öskrar svona er það vegna þess að hún elskar mig. Ég hélt með þér, við héldum öll með þér! Hvernig dirfistu,“

öskraði Tyra Banks og hélt áfram:

„Lærðu eitthvað af þessu! Þegar þú ferð að sofa á kvöldin þá skaltu taka ábyrgð á þér sjálfri. Því enginn mun taka ábyrgð á þér […] Þú hefur ekki hugmynd um hvaðan ég kem. Þú hefur ekki hugmynd um það sem ég hef gengið í gegnum. Þú þroskast og lærir. Taktu ábyrgð á sjálfri þér!“

Skammast sín

Á sínum tíma, þegar gagnrýnin hvað mest lét, svaraði Tyra henni og játaði að hún og framleiðendur tóku „nokkrar mjög slæmar ákvarðanir.“  Árið 2017 minntist hún sérstaklega á atvikið með Tiffany og viðurkenndi að hún hefði átt að takast á við málið með öðrum hætti.

Ken Mock, annar höfundur þáttanna, sagðist „skammast“ sín fyrir margt sem gerðist í þáttunum. Jay Manuel, sem var listrænn stjórnandi þáttanna, tjáði sig einnig um gagnrýnina og sagði að mörg atvik í þáttunum hefðu látið honum „líða óþægilega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“