Jess Thorup þjálfari FCK í dönsku úrvalsdeildinni var í morgun rekinn úr starfi sínu eftir slakt gengi í deildinni.
Ísak Bergmann Jóhannesson, Hákon Arnar Haraldsson og Orri Steinn Óskarsson leika með FCK.
Jacob Neestrup sem var aðstoðarmaður Thorup tekur við starfi hans til framtíðar. Hann lék með FH frá 2010 til 2011.
„VIð höfum ekki séð framfarir og stöðugleika í leik liðsins í ár, þess vegna slítum við samstarfinu,“ sagði Allan Agerholm formaður stjórnar FCK.
Neestrup er 34 ára gamall og hefur starfað hjá Vilborg FF sem aðalþjálfari en var ráðinn aðstoðarþjálfari FCK fyrir einu og hálfu ári.