Mauricio Pochettino fyrrum stjóri PSG og Tottenham mun í dag funda með forráðamönnum Nice í Frakklandi.
Forráðamenn Nice vilja ráða Pochettino til starfa en hann var rekinn frá PSG í sumar.
Pochettino er efstur á óskalista Nice en franska félagið vill losa sig við Lucien Favre úr starfi.
Favre tók við Nice í sumar en liðið hefur byrjað illa í Frakklandi eftir góðan árangur á síðustu leiktíð.
Christoph Galtier gerði vel með Nice og var ráðinn til PSG í starfið sem Pochettino var rekinn úr