fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Var í vafa um hvort hann væri faðir tvíburanna – Niðurstaða DNA-prófs kom mjög á óvart

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 25. september 2022 22:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir tæpum 18 mánuðum eignaðist 19 ára brasilísk kona tvíbura. Þeir voru ansi líkir en þegar þeir voru orðnir átta mánaða komu upp efasemdir hjá manninum, sem var skráður faðir þeirra, um að hann væri faðir þeirra.

Hann lét því gera DNA-próf til að ganga úr skugga um faðernið. Óhætt er að segja að niðurstaðan hafi komið á óvart því hún sýndi að maðurinn er faðir annars barnsins en hitt á annan föður. Opera.news skýrir frá þessu.

Í kjölfar niðurstöðunnar kom sannleikurinn í ljós. Konan hafði stundað kynlíf með tveimur mönnum sama daginn. Þrátt fyrir að líkurnar séu sáralitlar, þá varð hún barnshafandi eftir þá báða. Hún taldi að það væri ekki hægt.

Túlio Jorge Franco, fæðingarlæknir, sagði að þetta sé aðeins í tuttugasta sinn sem tilfelli um tvíbura með sitthvorn föðurinn hefur komið upp. Hann sagði að þetta geti gerst þegar tvö egg frá móðurinni séu frjóvguð af fleiri en einum manni. Börnin séu með erfðaefni móðurinnar.

Tvíburarnir eru nú sautján mánaða og við hestaheilsu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi