Þetta kemur fram í nýrri stöðuskýrslu breska varnarmálaráðuneytisins um gang stríðsins í Úkraínu.
Fram kemur að styrkur Úkraínumanna hvað varðar langdræg flugskeyti hafi aukist mikið og því óttist Rússar um öryggi kafbáta sinna.
Þetta grefur undan einni af ástæðum Vladímír Pútíns, Rússlandsforseta, fyrir innlimun Krím í rússneska ríkjasambandið en hann sagði á sínum tíma að það væri meðal annars gert til að trygga Rússum flotastöð á Krímskaga.
Latest Defence Intelligence update on the situation in Ukraine – 20 September 2022
Find out more about the UK government's response: https://t.co/gmR2GIiKs1
🇺🇦 #StandWithUkraine 🇺🇦 pic.twitter.com/svK8sD2icX
— Ministry of Defence 🇬🇧 (@DefenceHQ) September 20, 2022