Aðeins sautján manns eru það sem kallast EGOT-verðlaunahafar en það eru þeir sem hafa hlotið Emmy verðlaunin, Grammy, Óskarinn og Tony verðlaunin. Sem kunnugt eru Emmy verðlaunin veitt í bandarískum sjónvarpsiðnaði, Grammy verðlaunin fyrir tónlist, Óskarinn fyrir kvikmyndagerð og Tony verðlaunin eru veitt í bandaríska leikhúsheiminum.
Meðal þeirra sem státa af því að hafa hlotið öll þessi fern verðlaun eru til að mynda Audrey Hepburn, Andrew Lloyd Webber og Mel Brooks.
Salka Sól Eyfjörð er einn hæfileikaríkasti listamaður íslensku þjóðarinnar og hefur hlotið fjölda verðlauna á því sviði.
Hún lék stórt hlutverk í kvikmyndinni Birta sem fékk Edduverðlaunin í gær sem Barna- og unglingaefni ársins.
Þetta leiddi til þess að Salka Sól spurði sig mikilvægrar spurningar á Twitter: „Þá hef ég fengið Grímuna, Edduna, Ístón, Hlustendaverðlaunin og Hljóðbókaverðlaunin..er ég þá komin með íslenskt EGOT ?“
Kvikmyndin Birta fékk Edduna í kvöld. Þá hef ég fengið Grímuna, Edduna, Ístón, Hlustendaverðlaunin og Hljóðbókaverðlaunin..er ég þá komin með íslenskt EGOT ?
— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) September 18, 2022