Elísabet II Bretlandsdrottning er borin til grafar í dag og er víða sýnt frá jarðarförinni í beinni útsendingu enda er um að ræða eina stærstu útför, þjóðarhöfingja, síðustu ára. Drottningin lét lífið þann 8. september síðast liðinn.
Konungsfjölskyldan fylgir nú kistu hennar hátignar síðasta spölinn sem og fulltrúar flestu þjóða heimsins. Forseta hjón Íslands eru stödd í London fyrir jarðarförina sem fulltrúar okkar Íslendinga.
Nokkrir Íslendingar hafa gert sér ferð út til að fylgjast með útförinni en aðrir láta sér nægja að fylgjast með heiman frá, enda víða sýnt frá herlegheitunum í beinni útsendingu.
Útförin sjálf hefst þegar kista drottningar kemur til Windsor Kastala. Bretar hafa nú fjölmennt út á götur London til að fylgjast með enda er dagurinn í dag frídagur hið ytra svo að einstaklingar, stofnanir og fyrirtæki geti vottað drottningunni heitinni virðingu sína.
Kristur var lagður í jötu á lágan stall. Kista Elísabetar er ekki á lágum stalli.
— Arnór Bogason 💙💛 (@arnorb) September 19, 2022
Elsku vinir. Ég ætla að biðja ykkur um að hafa ekki svona mikið fyrir mér þegar ég kveð þennan heim.
— Þorsteinn Guðmunds (@ThorsteinnGud) September 19, 2022
Tók mér frí frá skólanum í dag til þess að horfa á útför Elísabetar
— Anton Gudlaugsson (@AntonGudlaugsso) September 19, 2022
Mest ljósmyndaða líkfylgd sögunnar. Blessuð drottningin. pic.twitter.com/Ji5DnrnuXh
— Grettir Einarsson (@grettir_net) September 19, 2022
mér skilst á endalausum fréttum af hinni látnu drottningu sé það henni helst talið til tekna hvað hún var "eðlileg"
— Felix Bergsson (@FelixBergsson) September 19, 2022
Ég vil sjá Mr. Bean mynd þar sem hann fer í jarðaför drottningarinnar
— Alexandra Björg (@alex335360) September 19, 2022
Held það sé að verða endanlega ljóst að guð hafi hunsað óteljandi óskir um að bjarga drottningunni
— gunnare (@gunnare) September 19, 2022
Segðu mér að þú sért smáþjóð með minnimáttarkennd án þess að segja mér að þú sért smáþjóð með minnimáttarkennd pic.twitter.com/gT4xUGwxy2
— Hans Orri (@hanshatign) September 19, 2022
Það er verið að bera hana á fallbyssuvagni því henni verður síðan skotið úr fallbyssu beint ofan í gröfina.
— Bobby Breiðholt (@Breidholt) September 19, 2022
Ég veit ekki með ykkur, en ég mætti í réttum klæðnaði í vinnuna pic.twitter.com/5ZQwTRcJl6
— Anna Guðjónsdóttir (@annagaua) September 19, 2022
"Er þetta þarna nýi gæinn?"
Hópur unglingar að horfa á Karl III ganga á eftir kistu drottningar.— Unnar Geir (@unnarunnars) September 19, 2022
Þessi Jaguar bifreið sem kistu drottningar er ekið í er afar glæsileg svo ekki sé meira sagt.
— Gunnar Birgisson (@grjotze) September 19, 2022
Takk fyrir Eliza & Guðni for representing Iceland and paying your respects at this historic event 🇮🇸🇬🇧🫶🏼 #StateFuneral #Iceland #BritishinIceland pic.twitter.com/86sFWoYQkK
— Kat Gunnars 🇬🇧🇮🇸 (@MumInReykjavik) September 19, 2022
Spái því að nokkrar ljósmyndir verði teknar í London í dag
— Guðni Tómasson (@Gydnid) September 19, 2022
Guðni Th. og Eliza Reid tveimur sætaröðum framar en Joe og Jill Biden í Westminster. Þar með verður líklega reglulega klippt á fulltrúa Íslands í útsendingunni frá jarðarförinni.
— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) September 19, 2022
Okkar maður @PresidentISL tveim sætum fyrir framan @POTUS í jarðarförinni! pic.twitter.com/X5SbXtUObc
— Falla-Matti Palli (@fallamatti) September 19, 2022
TV framleiðslan á jarðarförinni er á rosalegum skala og hefur verið í undirbúningi í 40 ár.
BBC sagt vera með 213 myndavélar, 14 úts.bíla á 10 mismunandi staðsetningum.
Sturluð staðreynd að allar rafstöðvar sem keyra rafmagn fyrir útsendinguna keyra á sérstakri veganolíu! pic.twitter.com/iE8BTJKroG— Vilhjálmur (@Siggeirsson) September 19, 2022
Shit hvað þetta er boring jarðarför hvernig væri að fá spice girls til að krydda aðeins upp í þessu haaaa nei segi svona
— Ísafold (@iisafold) September 19, 2022