fbpx
Mánudagur 07.apríl 2025
433Sport

Mane orðinn blóraböggull í Þýskalandi – Týndur í tapinu í gær

Victor Pálsson
Sunnudaginn 18. september 2022 09:12

Sadio Mane.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sadio Mane, leikmaður Bayern Munchen, er mikið í umræðunni í Þýskalandi þessa stundina en gengi liðsins hefur ekki verið frábært til þessa.

Bayern tapaði 1-0 gegn Augsburg í gær og hefur nú ekki unnið leik í síðustu fjórum umferðum.

Mane er í raun blóraböggullinn en hann kom til Bayern í sumar og átti að leysa Robert Lewandowski af hólmi sem fór til Barcelona.

Mane hefur skorað þrjú mörk í sjö leikjum í Bundesligunni en virðist ekki finna sig í því hlutverki sem hann spilar í Þýskalandi.

Talað er um að Bayern sé að nota Mane vitlaust og að hann sé betri á vængnum frekar en fyrir miðju.

Mane skoraði 120 mörk í 269 leikjum fyrir Liverpool á sex árum og 23 af þeim komu á síðustu leiktíð.

Stuðningsmenn Bayern hafa töluverðar áhyggjur af gangi mála og telja að Mane sem fremsti maður sé ekki lausnin við brottför Lewandowski.

Hann var langt frá því að vera sannfærandi í tapinu í gær og komst lítið í takt við leikinn eins og hefur áður gerst á tímabilinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fá virkilega slæmar fréttir fyrir mikilvæga leiki í Meistaradeildinni

Fá virkilega slæmar fréttir fyrir mikilvæga leiki í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Besta deildin: Valur missteig sig í fyrsta leik

Besta deildin: Valur missteig sig í fyrsta leik
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Yfirgefur uppeldisfélagið eftir tæplega 800 leiki

Yfirgefur uppeldisfélagið eftir tæplega 800 leiki
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ungverskur Auddi Blö fór illa með stjörnu Liverpool: Sjáðu kostuleg viðbrögð – ,,Þetta er stórslys“

Ungverskur Auddi Blö fór illa með stjörnu Liverpool: Sjáðu kostuleg viðbrögð – ,,Þetta er stórslys“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gætu sett afskaplega óheppilegt met í úrvalsdeildinni í dag

Gætu sett afskaplega óheppilegt met í úrvalsdeildinni í dag
433Sport
Í gær

Ítalía: Albert spilaði í svekkjandi jafntefli

Ítalía: Albert spilaði í svekkjandi jafntefli
433Sport
Í gær

Magnús Már um bróður sinn í kvöld: ,,Yfirleitt ánægður en í dag var ég ekki nógu ánægður“

Magnús Már um bróður sinn í kvöld: ,,Yfirleitt ánægður en í dag var ég ekki nógu ánægður“
433Sport
Í gær

Fyrsta mark Bestu deildarinnar 2025 er komið

Fyrsta mark Bestu deildarinnar 2025 er komið
433Sport
Í gær

Klopp vildi fá annan leikmann frekar en Salah – ,,Hann á eiga það að hann hlustaði á okkur“

Klopp vildi fá annan leikmann frekar en Salah – ,,Hann á eiga það að hann hlustaði á okkur“